Manhattan

Manhattan

Manhattan er klassískur kokteill búinn til úr viskí, sætum vermút og bitter.  Meðfylgjandi er orginal uppskriftin þar sem notast er við amerískt viskí, ítalskan vermút og Angostura bitter.

Uppskrift:

6 cl Jim Beam bourbon

3 cl Antica Formula

2 skvettur af  Angostura bitter

Mulinn klaki

Kokteilkirsuber á stilk

 

 

Aðferð:

Setjið mulinn klaka í kokteilhristara og hellið drykkjunum út í.

Hrærið drykkjunum varlega saman, lokið kokteilhristaranum og hellið í glas í gegnum sigtið til að skilja ísinn eftir.  Bætið kirsuberinu út í og njótið!