Taquitos með kjúkling og guacamole

Uppskrift fyrir 4-5

500-600 gr úrbeinuð kjúklingalæri

½ tsk cumin

½ tsk salt

½ tsk hvítlauksduft

½ tsk laukduft

½ tsk paprikuduft

¼ tsk pipar

¼ tsk cayenne pipar

2 msk Caj P. kryddlögur

½ dl Corona bjór

⅔ hreinn Philadelphia rjómaostur

3 msk salsasósa frá Mission

2 msk sýrður rjómi

1 dl rifinn cheddar ostur

2 pkn litlar tortillur frá Mission (Street taco)

Ólífuolía til steikingar

 

Guacamole

2 avókadó

2 tómatar

2 msk rauðlaukur

Safi úr ½ lime

Cayenne pipar

Salt & pipar

 

Kóríander sósa

2 msk sýrður rjómi

2 msk Heinz majónes

Safi úr ½ lime

2-3 msk ferskur kóríander, smátt skorinn

Salt & pipar

 

Aðferð

Byrjið á því að blanda kjúklingnum saman við kryddlöginn, bjórinn og kryddið. Hrærið öllu vel saman og bakið í ofni við 200°C í 30 mínútur. 

Blandið saman í sósuna og guacamole á meðan kjúklingurinn bakast.

Rífið kjúklinginn smátt, ég notaði tvo gaffla í verkið.

Blandið rjómaosti, salsasósu, sýrðum rjóma og cheddar osti saman við kjúklinginn.

Dreifið 2-3 msk af kjúklingablöndunni á tortillurnar og rúllið þeim upp.

Hellið ólífuolíu í pönnu þannig að hún þekur vel botninn á pönnunni og hitið vel. 

Steikið tortillurnar þar til þær verða stökkar og gylltar. Tekur mjög stutta stund.

Berið fram með guacamole og kóríander sósu og njótið vel!

Guacamole

Blandið saman avókadó, safa úr lime og kryddi með töfrasprota, matvinnsluvél eða stappið. 

Smátt skerið tómata og rauðlauk og blandið saman við avókadóið í skál.

Kóríander sósa

Hrærið öllum hráefnunum saman í skál.

Vinó mælir með: Corona með þessum rétt.

Uppskrift: Hildur Rut