Bleikur partý drykkur

Hráefni

3 cl Roku gin

2 cl jarðaberjasíróp

2 cl sítrónusafi

Klakar

1,5 dl Lamberti Prosecco

Candy floss

Aðferð

Hristið saman gin, jarðaberjasíróp, sítrónusafa og nokkra klaka í kokteilhristara.

Hellið í gegnum sigti í fallegt glas og fyllið upp í það með Prosecco.

Skreytið með candy floss og njótið

Ef að þið ætlið að útbúa fyrir marga þá er frábært að hrista saman í marga drykki í flösku. Geyma í kæli og hella svo blöndunni í glös, bæta freyðivíni útí og skreyta með candy floss.

Jarðaberjasíróp

400 g frosin eða fersk jarðaber

5 dl sykur

5 dl vatn

Aðferð

Blandið saman vatn, sykur og jarðaber i í pott.

Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Stappið og blandið jarðaberjunum vel saman við. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.

Ég helli sírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp.

Uppskrift: Hildur Rut