Sælkeraplatti

Fyrir tvo

Hráefni

1 x Philadelphia rjómaostur

1 tsk. hvítlauks kryddblanda

5 tsk. rautt pestó

6-8 stk. þurrkaðar fíkjur

4-5 sneiðar parmaskinka

10-15 ólífur

2 msk. furuhnetur

Smá hunang

Grissini stangir

Baguette brauð

Aðferð

Smyrjið rjómaostinum á bretti í um 1 cm þykkt lag.

Stráið hvítlaukskryddi yfir og setjið næst pestó hér og þar.

Skerið fíkjurnar niður og raðið ofan á ásamt hráskinkunni (gott að taka hverja sneið í tvennt).

Að lokum má raða ólífum og furuhnetum yfir og setja smá hunang yfir allt.

Njótið með góðu brauði, grissini stöngum eða kexi. 

Vínó mælir með: Muga rósavín með þessum rétt.

Uppskrift: Gotteri.is