Ofnbakað croissant með jarðarberjum og rjómaosti

Hráefni

8 croissant
4 egg
2 dl nýmjólk
1 tsk vanilludropar
2 msk hlynsíróp
1/2 tsk kanill
1/4 tsk salt
150 g Philadelphia rjómaostur
400 g Driscolls jarðarber, skorin í bita
35 g smjör

Toppa með flórsykri og hlynsírópi

Aðferð

Hrærið saman eggjum, mjólk, vanilludropum, sírópi, kanil, salti og eggjum.
Skerið hvert croissant í þrjár til fjórar sneiðar.
Þekjið allar croissant sneiðarnar með eggjablöndunni.
Smyrjið eldfast form með smjöri og leggið 2/3 af croissant sneiðunum í formið.
Dreifið rjómaostinum jafnt yfir með matskeið.
Dreifð jarðarberjunum yfr og svo restina af croissant sneiðunum.
Hellið restinni af eggjablöndunni yfir allt saman og kælið í klukkustund eða yfir nótt.
Skerið smjörið í bita, dreifið yfir réttinn og bakið í 30-40 mínútur við 180°C. Eða þar til rétturinn er orðinn gylltur og stökkur. Ef ykkur finnst rétturinn vera að dökkna hratt þá er gott að setja álpappír yfir.
Sigtið flórsykur yfir og berið fram með hlynsírópi.

Vínó mælir með: Pizzolato Pinot Grigio Extra Dry með þessum rétt.

Uppskrift: Hildur Rut