Bláklukka

Hráefni

Eitt meðalstórt glas 

35 ml romm, við notuðum Mount Gay Barbados 

20 ml límónusafi, nýkreistur 

15 ml bláberjalíkjör, við notuðum Blueberry Uliginosum frá Reykjavík Distillery 

Prosecco, til að fylla upp í með límónusneið, til að skreyta ef vill klakar

Aðferð

Setjið romm, límónusafa og bláberjalíkjör í hristara með klökum og hristið vel. Hellið í gegnum sigti yfir í glas með klökum og fyllið upp í með Prosecco. Skreytið með límónusneið ef vill.

 

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir og Guðný Hrönn Antonsdóttir

Myndir/Hákon Davíð Björnsson