Hráefni

Nauta „Chuck“, 500 g / Fæst í kjötbúðum

Gulrætur, 100 g

Sellerí, 60 g

Laukur, 1 stk

Hvítlaukur, 8 rif

San Marzano tómatar, 1 dós

Rauðvín, 150 ml

Kjötkraftur, 1 msk / Oscar

Tómatpúrra, 2 msk

Ferskt rósmarín, 1,5 msk saxað

Oregano, 1 tsk

Grænar ólífur, 15 stk

Polenta (Fínmalað maísmjöl), 100 g

Rjómi, 150 ml

Vatn, 350 ml

Parmesan ostur, 20 g

Smjör, eftir þörfum

Steinselja, 7 g

Aðferð

  1. Forhitið ofn í 150°C með yfir og undir hita.
  2. Skerið nautakjötið í hæfilega bita og veltið upp úr olíu og salti. Sneiðið lauk, afhýðið hvítlauksrifin of skerið gulrætur og lauk í bita. 
  3. Brúnið kjötið vel í potti sem má fara inn í ofn. Þetta er best að gera í 2 skömmtum. Setjið kjötið á disk til hliðar.
  4. Bætið ögn af olíu út í pottinn og bætið sellerí, lauk, hvítlauk og gulrótum út í pottin ásamt smá salti. Steikið í stutta stund þar til grænmetið mýkist og fer að taka smá lit.
  5. Bætið rósmarín og tómatpúrru út í pottinn og steikið í stutta stund. Bætið rauðvíni næst út í pottinn og látið malla í stutta stund.
  6. Bætið kjötinu, kjötkrafti, oregano og San Marzano tómötum út í pottin (kremjið tómatana í sundur með höndunum fyrst). Bætið við nægu vatni svo kjötið sé hulið amk ¾ vegu af vökva.
  7. Setjið pottinn inn í ofn og látið malla þar í 4-5 klst eða þar til kjötið er lungamjúkt og losnar auðveldlega í sundur. Bætið ólífum út í pottinn þegar um 1 klst er eftir af eldunartímanum. Best er að taka lokið af pottinum síðustu 45 mín af eldunartímanum svo vökvinn nái að sjóða niður. Smakkið til með salti og pipar þegar potturinn kemur úr ofninum.
  8. Rífið parmesan ost með fínu rifjárni. Setjið vatn og rjóma í pott ásamt 0,5 msk af flögusalti. Náið upp suðu og pískið polentuna saman við í nokkrum skömmtum (annars er hætt við að klumpar myndist). Lækkið hitann í lága stillingu og hrærið reglulega í pottinum í nokkrar mín. Bætið við vatni eða rjóma eftir þörfum en polentan á að vera rjómakennd og ekki stíf. Pískið að lokum vænni smjörklípu saman við polentuna ásamt rifnum parmesan osti. Smakkið til með salti. Berið fram strax.
  9. Saxið steinselju og stráið yfir réttinn rétt áður en maturinn er borinn fram.

 

 

Vínó mælir með: Lamothe Vincent Heritage með þessum rétti.

Uppskrift: Matur & Myndir