Ástaraldin Mojito

 

Hráefni:

4 cl Brugal Blanco ljóst romm

Mynta

2 stk. ástaraldin ávöxtur

2 cl ferskur límónusafi

1-2 msk. hrásykur

Sódavatn

Mulinn ís

1 stk. límóna

Aðferð:

Setjið 2-4 myntu blöð og hrásykur ofan í glas og merjið saman.

Fyllið glasið með mulnum ís.

Hellið límónusafanum og romminu útí glasið og fyllið upp með sódavatni. Hrærið í með skeið.

Kreistið safann og ávöxtinn úr ástaraldin ávextinum ofan í glasið og skreytið með myntu og límónusneið.