Rækju Taco að hætti Kylie Jenner

Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir

Hráefni:

800g ferskar rækjur
1 tsk paprikukrydd
1 tsk cumin krydd
1/2 tsk chillikrydd
2 stórir laukar
Rifinn ostur
Ferskur kóríander
blaðlaukur
3 lime
Sýrður rjómi
2 avocado
Salsa sósa
litlar tortilla pönnukökur
4-5 tómatar
Olía
Salt og pipar

Taco skeljar aðferð:

Veldu pönnu sem er aðeins stærri en pönnukökurnar, settu 3 matskeiðar af olíu á pönnuna og stilltu á háan hita. Notaðu tangir til þess að beygja pönnukökuna í taco-skeljaform og steiktu eina hlið í einu í 30 sek hvor.

Gott er að nota töngina á milli til þess að búa til smá bil á meðan þú steikir pönnukökurnar. Þú ert nánast að djúpsteikja þær og svo skiptir þú um hlið og leggur þær á disk með pappír undir.

Rækjumix aðferð:

Byrjið á því að skera rækjurnar í 3 bita hvor og setjið í skál. Kryddið með 1 tsk papriku, 1 tsk cumin, 1/2 tsk chillikrydd, salt og pipar og blandið öllu vel saman með skeið.

Skerið laukinn og tómatana í litla bita og steikið á pönnu á miðlungshita í 3 mínútur eða þangað til laukurinn fer að verða aðeins glær.

Bætið við ferskum kóríander og safa úr 1/2 lime. Bætið við rækjunum og blandið öllu vel saman og steikið í um 5 mínútur eða þar til rækjurnar eru appelsínugular.

Berið fram með avokadó, fersku guacamole, salsasósu, sýrðum rjóma, rifnum osti, nachos og lime.