Fyrir 4

Hráefni

45 ml Extra virgin ólívu olía

25 g smjör

1 x laukur, fínt skorinn

1 x sellerí, fínt skorið

1 x gulrót, fínt skorin

150 g beikon, smátt skorið

200 g svínahakk

200 g nautahakk

200 ml rauðvín

2 msk. tómatpúrra

200 ml grænmetissoð

400 g spaghetti – ferskt eða þurrt

Aðferð

  • Hitið smjörið og olíuna saman á pönnu og bætið lauk, sellerí, gulrót og beikoni út á pönnuna og steikið við vægan hita í 10 mínútur.
  • Bætið hakkinu út á pönnuna og steikið þar til kjötið hefur tekið á sig lit.
  • Hækkið hitann undir pönnunni og bætið rauðvíninu út í og látið það gufa upp.
  • Bætið tómatpúrru og hluta af grænmetissoði saman við.
  • Lækkið hitann, setið lok yfir pönnuna og látið malla saman í 2 tíma. Mikilvægt að bæta grænmetissoði út í við og við og gæta að sósan þorni ekki upp.
  • Sjóðið spaghetti eftir leiðbeiningum á pakka.
  • Bætið spaghetti út á pönnuna og blandið sósunni saman við.
  • Berið fram með ferskum parmesan osti.

Vínó mælir með: Fonterutoli Chianti Classico með þessum rétt.

Uppskrift: Gennaro Contaldo