Ítalskur forréttur

Uppskrift: Marta Rún

Grissini með hráskinku

1 pakki grissini, ítalskar þurrkaðar brauðstangir
Hvítlauks Alioli
Hráskinka
Klettasalat

Aðferð:

Smyrjið helminginn af einni sneið af hráskinkunni af aioli og nokkrum laufum af klettasalati og rúllið þétt ofarlega á brauðstöngunum í hring og raðið á bretti.

Sólþurrkaðir tómatar
1 eggaldin
Parmesan ostur
Fersk basilika
Ólífu olía
Salt & pipar

Aðferð:

Skerið eggaldin í 1 cm sneiðar og síðan í helmings eins og hálfmána. Steikið á pönnu með olíu, salti og pipar þangað til það er orðið gullbrúnt og mjúkt.
Raðið á bretti með einni sneið af sólþurrkuðum tómati, basilíkulaufi og sneið af parmesan osti og smá af svörtum pipar.

Vinó mælir með Lamberti Prosecco með þessum rétt.