Muga: magnað vín fyrir hátíðarstundir

Það er kunnara en frá þurfi að segja að Íslendingar hafi löngum verið hrifnir af rauðvíni frá Rioja-héraði á Spáni, og í eftirlæti hjá mörgum eru vínin frá Bodegas Muga. Það er svo sem ekki að undra því þessi stórmerka víngerð er í reynd skurðpunktur þar sem saman koma bæði hefðir fyrri tíma og nútíma framleiðslutækni, sem og landfræðileg og veðurfræðileg áhrif frá Atlantshafinu, Miðjarðarhafinu og meginlandi Evrópu. Fyrir bragðið eru vínin frá Muga engu lík og eftir því vel metin af sælkerum hvarvetna, ekki síst á Íslandi.

Staðbundið hráefni í öndvegi

Vínrækt á sér um 200 ára samfellda sögu á svæðinu í nágrenni bæjarins Haro við Rioja, en saga Muga hefst árið 1932 þegar Isaac Muga Martínez og eiginkona hans hefja þar ræktun þrúgna og rekstur víngerðar. Allar götur síðan hefur sú hefð haldið þar á bæ, rétt eins og annars staðar í Rioja, að notast eingöngu við staðbundnar þrúgur úr héraðinu til víngerðarinnar. Þar er heldur ekki í kot vísað hvað þrúgurnar varðar. Þar ber fyrst að nefna Tempranillo, nema hvað, enda einkennisþrúga rauðra Rioja-vína sem eru jafnan kraftmikil, eikuð og dimmrauð – geggjuð þrúga fyrir kryddað kjöt og grillsteikur. Hinar rauðu þrúgurnar eru Garnacha, Mazuelo og Graciano. Af hvítum þrúgum er Viura langalgengust, en Malvasía er hin hvíta þrúgan í Rioja.

Eikin er allt í öllu hjá Muga

Þetta eru allt saman þættir sem víngerðir í Rioja-héraði eiga sameiginlega, en það er svo aftur á móti sitthvað sem aðgreinir Bodegas Muga frá sveitungum sínum í víngerðarstétt á Spáni. Þar ber helst að nefna að aðstæður vínsins við gerjunina. Gerjunin er vitaskuld sú sama og annars staðar, hið náttúrulega ferli þar sem sykurinn í vínberjunum umbreytist hægt og rólega í etanól, öðru nafni vínanda. Munurinn felst í ílátunum: á meðan önnur vínhús nota í auknum mæli stáltanka til að láta berin gerjast í, þá hafa víngerðarmeistararnir hjá Bodegas Muga bitið það í sig að ekkert jafnist á við eikartunnur til að hýsa þrúgurnar meðan á gerjuninni stendur. Vinsældir vínsins frá Muga er líka til marks um að þeir hafi eitthvað fyrir sér í þessu. Umræddar tunnur eru heldur engin smásmíð heldur eru þær á bilinu 3000 til 15000 lítrar að stærð, níutíu talsins alls, og standa í fjórum gríðarmiklum gerjunarsölum sem víngerðin hefur yfir að ráða.

Tunnusmiðir í fullu starfi

Eikin er ekki bara allsráðandi við gerjunarferlið meðan vínin frá Muga verða til heldur einnig við þroskun vínsins og geymslu þess í framhaldinu. Svo mjög reiðir Bodegas Muga sig á eikina að hjá víngerðinni starfa fjórir tunnugerðarmenn í fullu starfi, sem hafa það hlutverk að útvega og verka viðinn sem verður að endingu tunnur þær sem móta vínið sem hefur borið hróður fyrirtækisins svo víða. Að lokinni þessari margþættu viðkynningu vínsins við eikina er svo loks kominn tími til að hefja lokastig þroskaferlisins – á flösku. Þar getur miklu munað; Crianza vínin fá níu mánaða meðgöngu á flöskunni án hreyfingar á meðan Prado Enea Gran Reserva þurfa þrjú ár til að ná sinni fullkomnun.

Hárrétt vín á hátíðarborðið

Þegar höfð eru í huga þau margvíslegu handtök – að ekki sé minnst á aðkomu náttúrunnar í hinu sérstæða umhverfi Bodegas Muga – sem ljá vínum þessum bragðgæði sín og sérstöðu, má réttilega draga þá ályktun að hér séu á ferðinni vín sem vel ættu heima á hátíðaborði landsmanna í aðdraganda jóla á aðventunni og ekki síður á sjálfum jólunum. Víst er um það að rauðvínin henta sérlega vel með hvers konar kjötréttum enda fátt sem eikað og flauelsmjúkt Tempranillo-vín ræður ekki við af þess háttar veisluréttum. Hvítvínið frá Muga er einnig prýðilegt matvín og passar fullkomlega með hvers kyns grænmeti og fiskréttum, tapas og grjónaréttum. Rósavínið eru unaðslegt með ceviche-réttum, fersku salati og fiski-tartar. Þá er ónefnt freyðivínið frá Muga, en Conde de Haro, eins og það nefnist, er cava af taginu Brut Vintage og þar af leiðandi tilvalið þegar skjóta þarf tappa og skála í góðra vina hópi.

Vínó óskar ykkur öllum indælla stunda á aðventunni og gleðilegra jóla, með ósk um farsælt á nýju ári. Skál og lifið heil!

Muga vín eru fáanleg í verslunum vínbúðanna

Muga Reserva

Rauðvín – Meðalfyllt og ósætt

Kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Dökk skógarber, kirsuber, sveit, skógarbotn, krydd.

Sjá víndóm um vínið hér

Muga Fermentado en Barrica

Hvítvín – Meðalfyllt og ósætt

Fölgult. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Greip, pera, melóna.
Sjá víndóm um vínið hér

Muga rósavín

Rósavín – Ósætt

Ljóslaxableikt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Hindber, jarðarber, ferskja, steinefni.

Sjá víndóm um vínið hér

Share Post