Hættulega góðar og stökkar kókosrækjur

Uppskrift: Linda Ben

Hráefni:

500 g risa rækjur með hluta af skelinni á

1 dl hveiti

1 tsk salt

1 tsk pipar

2 egg

2 dl brauðrasp

2 ½ dl stórar kókosflögur, muldar í minni bita

u.þ.b. 1 dl olía

Aðferð:

Kveiktu á ofninum og stilltu á 200°C.

Blandaðu saman hveiti, salti og pipar í eina skál, hærðu saman egg í aðra og blandaðu saman brauðraspi og muldum kókosflögum í þriðju skálina. Ástæðan fyrir því að ég mæli með að mylja stórar kókosflögur en ekki nota fínan kókos er að kókosflögurnar eru bragðbetri og áferðin betri, hinsvegar límast þær betur á rækjurnar ef flögurnar eru litlar. Mér fannst nóg að kremja flögurnar vel í lófunum.

Byrjið á því að velta rækjunum vel upp úr hveitinu svo þær þekjist fullkomlega, velta þeim svo upp úr eggjunum svo þær þekjist alveg og svo loks upp úr kókosnum og reyna að festa eins mikið af kókosflögum á þeim og hægt er.

Rækjunum er svo raðað á ofnplötu með smjörpappír, skvettið olíu yfir rækjurnar þannig smá olía fari á hverja rækju. Bakið svo inn í ofni í 15-20 mín eða þangað til rækjurnar eru eldaðar í gegn og raspurinn aðeins byrjaður að gyllast.

 

Jógúrt sriracha sósa

2 msk grísk jógúrt

2 msk sriracha sósa

1 tsk karrí

safi úr ½ lime

lúka ferskt kóríander, smátt skorið

 

Vinó mælir með Adobe Reserva Sauvignon Blanc með þessum rétt.