Adobe Merlot Reserva 2016

Vinotek segir;

Adobe eru vín frá Emiliana-vínhúsinu í Chile sem leggur áherslu á lífræna ræktun á öllum sínum vínum. Það má að miklu þakka víngerðarmanninum Alvaro Espinoza á sínum tíma en hann hefur verið helsti frumkvöðull suður-amerískrar víngerðar í að innleiða lífrænar og lífefldar aðferðir við vínrækt.Merlot-vínið hefur lengi verið eitt af mest heillandi vínunum í þessari línu, stíllinn stöðugur á milli ára. Dökkt á lit, fjólublátt, í nefi bláber og sólber, nokkuð kryddað, smá vottur af kaffi, mjúkt og þægilegt í munni. 1.999 krónur. Frábær kaup. Með grilluðum kjúkling.

Share Post