Linda Ben ritar

Uppskriftin miðast við 1 drykk

Spicy mangó jalapenó margaríta

60 ml tequila

30 ml cointreau

Safi úr 1 lime

120 ml mangó safi

¼ jalapenó + 1 heilt sem skraut

cajun krydd + salt + sykur fyrir glasbrún

Klakar

Aðferð:

Setjið tequila og cointreau í kokteil hristara, bætið jalapenó bita út í og kremjið hann vel saman við.

Kreystið safann úr limeinu ofan í kokteilhristarann, bætið mangó safanum út í  og nokkrum klökum.

Hristið vel saman.

Bleytið glasbrúnina með lime safa, blandið saman cajun kryddi, salti og sykri í undirskál,
dýfið glasinu ofan í blönduna svo kryddið festist á glasbrúninni.

Setjið nokkra klaka ofan í glasið og hellið drykknum í glasið.

Share Post