Hvítlauksrjómaosta fylltar döðlur vafðar inn í hráskinku

Uppskrift: Linda Ben

Hráefni:

 • u.þ.b. 15-20 ferskar döðlur
 • 150 g rjómaostur
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 7-10 sneiðar hráskinka
 • Þroskaður cheddar ostur
 • Grænar ólífur
 • Bláber
 • Kex

Aðferð:

 1. Setjið rjómaostinn í skál, pressið hvítlauksrifin út í og blandið saman.
 2. Steinhreinsið döðlurnar án þess að taka þær alveg í sundur, fyllið döðlunar af rjómaosti (u.þ.b. 1 tsk inn í hverja döðlu).
 3. Vefjið ½ sneið af hráskinku utan um hverja döðlu.
 4. Raðið öllum hráefnunum saman á fallegan bakka og berið fram með þurru freyðivíni.

Vinó mælir með Lamberti Prosecco með þessum rétt.