Grillað eggaldin með fetaosti, tómötum og ólífum

Uppskrift: Linda Ben

Hráefni:

 • 1 eggaldin skorið í sneiðar
 • u.þ.b. 3 msk ólífu olía
 • salt og pipar eftir smekk
 • Þurrkað basil krydd
 • Þurrkað oregano krydd
 • u.þ.b. 5-6 kirsuberja tómatar
 • u.þ.b. 10 grænar ólífur
 • u.þ.b. 2 msk fetaostur

Aðferð:

 1. Skerið eggaldinið niður í u.þ.b. 1 cm þykkar sneiðar
 2. Penslið það með olíu og kryddið.
 3. Skerið tómatana í helminga og raðið á grillbakka ásamt ólífunum, dreifið svolítið af olíu yfir og kryddið.
 4. Grillið eggaldinið í 3-4 mín á hvorri hlið og setjið tómatbakkann líka á grillið, hrærið reglulega í tómötunum.
 5. Raðið saman á disk og setjið feta ost yfir.

Vinó mælir með Pares Balta Mas Petit með þessum rétt.