Adobe Chardonnay 2018

Vínótek segir;

Þetta er ansi hreint heillandi vín úr Adobe línu í lífræna víngerðarhússins Emiliana í Chile. Fölgult út í grænt, í nefinu suðræn ávaxtabomba, ananas, ferskjur og sætar melónur, greipsafi. Mild vanilla, þægilegt og ferskt. Dúndurferskt úr 2018-árganginum, sem lofar mjög góðu. Ekki flókið en algjört sælgæti.

2.099 krónur. Frábær kaup. Besta Chardonnay-vínið sem við höfum smakkað í Adobe-línunni til þessa. Hálf viðbótarstjarna fyrir hlutfall verðs og gæða.

Share Post