Ros de Pacs 2017

Vínótek segir;

Þetta lífeflda og lífrænt ræktaða vín úr smiðju Pares Balta í Penedes er blanda úr þrúgunum Garnacha, Syrah og Cabernet Sauvignon, þar sem Garnacha (Grenache) er um helmingur blöndunnar.  Vínið er laxableikt út í múrsteinsrautt. Þetta er alvöru rósavín, alvöru vín. Rifsberjasulta og jarðarber, blóm og blóðappelsinur. Það er þykkara en maður á von á,feitara, en líka lifandi og nokkuð langt af rósavíni að vera með mildri sætu auk þess sem 14% sem vínið er í gefur því sætt yfirbragð.

1.999 krónur. Frábær kaup. Með hvítu kjöti, grilluðum kjúklingi. Sem fordrykkur.

Share Post