Ferskt salat með burrata osti og hráskinku

Uppskrift: Linda Ben

Salat (1 diskur)

 • ½ ferskur burrata ostur
 • 3 sneiðar hráskinka
 • Rúkóla salat
 • 5 stk kirsuberja tómatar
 • 6 stk sætir baunabelgir
 • Nokkur lauf ferskt basil
 • Salt og pipar
 • 2-3 msk Filipo Berio ólífu olía
 • 2 sneiðar súrdeigs baguette brauð

Brushetta (1 sneið)

 • 2 msk ferskur burrata ostur
 • 1 sneið hráskinka
 • 3 lauf rúkóla salat
 • 2 kirsuberja tómatur
 • 6 stk sætir baunabelgir
 • 2-4 lauf ferskt basil
 • Salt og pipar
 • 1 msk Filipo Berio ólífu olía
 • 2 sneiðar súrdeigs baguette brauð

Aðferð:

 1. Byrjið á því að kveikja á ofninum, stilla á 240ºC og á grillið.
 2. Setjið smjörpappír á ofnplötu. Skerið tómatana í tvennt og raðið þeim opnu hliðina upp og sætu baunabelgina með. Saltið og piprið og dreifið svo Filipo Berio ólífu olíu yfir. Bakið inn í ofni í 5 mín.
 3. Eftir því hvort ætlunin sé að gera salat eða brusettur þá raðar þú öllum innihaldsefnum á disk eða ristaðar baguette sneiðar, saltar og piprar, dreifir svo vel af Filipo Berio ólífu olíu yfir.

luðum kjúklingi og grænmeti.

Vinó mælir með Adobe Reserva Rose með þessum rétt.