Margaritu pizza á baquette brauði

Uppskrift: Karen Guðmunds


Hráefni:

  • 1 stórt baquette brauð
  • 1 tómatar í dós (ekki kryddaðir)
  • 1 poki af mozzarella osti
  • 1/2 bolli parmesan ostur, raspaður
  • Ferskt basil, eftir smekk
  • 2 – 3 tómatar, skornir í sneiðar (fer eftir stærð)
  • 3 msk. olífuolía
  • 3 hvítlauksrif
  • 1/2 tsk. oregano
  • 1/2 tsk. basilkrydd
  • 1/2 tsk. chilliflögur

Aðferð:

Hitið ofnin á 180C.

Skerið baquette brauðið í tvennt og síðan aftur í tvennt svo þið eruð með 4 brauðsneiðar allt í allt.

Hitið olíu á pönnu á miðlungsháum hita. Bætið öllum kryddum á pönnuna (hvítlauk, oregano, basilkryddi og chilliflögum). Leyfið að eldast í um það bil 5 mínútur.

Smyrjið kryddolíunni af pönnunni ofan á brauðið og komið fyrir á ofnplötu. Bakið við 180C í 5 mínútur inn í ofni á undir og yfir hita.

Bætið við tómötum á sömu pönnu og leyfið að eldast á lágum hita í 10 mínútur.

Þegar tómatsósan er tilbúin, setjið á brauðin ásamt mozzarella osti og sneiddum tómötum og bakið í 10 til 15 mínútur inn í ofni eða þar til brauðið er orðið vel krispý.  Ég setti grillið á ofnin síðustu 3-4 mínúturnar til að fá brauðið extra krispý.

Takið úr ofninum, setjið ferskt basil á brauðin og raspið parmesan osti yfir.

Vinó mælir með Lamberti Pinot Grigio með þessum rétt.