Salat með grilluðum kjúkling og hvítvín

Uppskrift: Linda Ben

Hráefni:

 • 3 kjúklingabringur
 • Bragðmikil kjúklingakryddblanda
 • 250 g Salatblanda með rucola og spínati
 • 2 dl rauð vínber
 • ½ feta ost kubbur
 • ½ dl ristaðar furuhnetur
 • 1 dl extra virgin ólífu olía
 • 3 msk balsamik edik
 • 1 msk ferskt timjan
 • 1 hvítlauksgeiri
 • ½ tsk oreganó
 • Salt og pipar

Aðferð:

 1. Setjið í skál ólífu olíu, balsamik edik, hvítlauksgeira, timjan, oreganó, salt og pipar. Blandið saman og leyfið að standa á meðan kjúklingurinn er eldaður.
 2. Kveikið á ofninum og stillið á 200ºC. Kryddið kjúklinginn vel og steikið á riflaðari steikningarpönnu á hvorri hlið í u.þ.b. 4 mín eða þangað til fallegar línur myndast í bringurnar. Bakið þær svo áfram inn í ofni í u.þ.b. 10-15 mín eða þangað til þær eru fulleldaðar í gegn.
 3. Skerið vínberin í tvennt, brytjið fetaost kubbinn niður í bita og ristið furuhneturnar á heitri pönnu til þau eru orðin aðeins brún. Raðið svo á diska ásamt salatblöndunni.
 4. Skerið bringurnar niður og raðið á diskana, hristið vel í dressingunni og hellið yfir salatið.

Vinó mælir með Adobe Reserva Sauvignon Blanc með þessum rétt.