Corona lime kokteill

Karen Guðmunds ritar:

Bjór + límónaði + gróft salt og auðvitað lime, alltaf nóg af lime í bjór límónaði kokteil! Bjór límónaði er ljúffengur, hressandi og öðruvísi kokteill en þessi hefðbundni! Það hugsa sér margir að þetta getur bara ekki passað saman, en þetta er svo frískandi kokteill sem hentar í öll partýin. Þú verður að prófa að testa þennan! Gæti svo auðvitað ekki verið einfaldara.

Uppskrift miðast við 6 drykki.
Hráefni:

  • 1 flaska af Effervé límónaði (fæst í krónunni)
  • 6 Corona bjórar
  • Lime
  • Gróft salt

Aðferð:

  1. Bleytið glasbrúnina með lime safa, setjið salt á undirskál og dýfið glasinu ofan í saltið svo saltið festist á glasbrúninni.
  2. Fyllið glasið af klökum, hellið límónaðinu í hálft glasið og fyllið uppí með Corona bjór.

Share Post