Pastasalat með hunangs sinneps dressingu

 

Hráefni fyrir pastasalat

300 g pasta slaufur

3 stk fullelduð kjúklingalæri (eða annað kjúklingakjöt)

1 rauð paprika

½ gúrka

1 dl svartar ólífur

2 dl rauð vínber skorin í tvennt

180 g litlir tómatar

Hungangs sinneps sósa (uppskrift hér fyrir neðan)

Parmesan ostur eftir smekk

Salt og pipar eftir smekk

 

Hráefni fyrir Hunangs sinneps dressingu

Safi úr 1 sítrónu

½ msk hágæða Toscano Filippo Berio ólífu olía

1 msk hvítvínsedik

2 msk hunang

2 msk dijon sinnep

1 – 2 hvítlauksgeirar (1 ef stór, 2 ef litlir)

2 – 3 msk majónes

Salt og pipar eftir smekk

Aðferð

  • Eldið pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
  • Skerið kjúklinginn, paprikuna, gúrkuna, vínberin og tómatana niður og setjið í stóra skál (ekki sömu skál og þið ætlið að bera matinn fram í) með elduðu pastanu, setjið ólífurnar út á líka og blandið öllu svolítið saman.
  • Setjið öll innihaldsefnin fyrir dressinguna saman í blandara, byrjið á að setja hóflegt magn af salti og pipar. Blandið saman og smakkið til með meira af salti og pipar.
  • Hellið sósunni út á skálina með pastanu í og blandið öllu saman. Hellið öllu í fallega skál og rífið parmesan ost yfir.

 

Vínó mælir með: Adobe Reserva Sauvignon Blanc með þessum rétt.

Uppskrift: Linda Ben