Adobe Reserva Merlot 2018

 

 

Vinotek segir;

„Adobe-vínin eru frá vínhúsinu Emiliana í Chile sem er í fremstu röð þeirra vínhúsa sem sérhæfa sig í lífrænt ræktuðum vínum og í þessu tilviki líka Vegan. Merlot-vínið er að okkar mati ár eftir ár með þeim betri í Adobe-línunni, þetta ungt og ferskt vín, í nefi bláberjasafi og kirsuber, leður, nefið svolítið kryddað, mild eik, piprað og þægilegt. Mjúkt og nokkuð langt í munni. 2099 kr. Frábær kaup. Fínt með t.d. pastaréttum eða kjúklingasalati. Grilluðum kjúkling.“

Post Tags
Share Post