Pastasalat

Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir

Hráefni:

  • 500 g pasta af eigin vali
  • 2-4 gulrætur
  • 1 rauðlaukur
  • ferskur aspas
  • 1-2 stangabaunir
  • 1 pakki kirsuberjatómatar
  • 1 rauð paprika
  • 1 pakka litlar mozzarella kúlur

Dressing:

  • 80 g ólífu olía
  • Safi úr 1 sítrónu
  • 2 mask majónes
  • 1 tsk oregano
  • 1 tsk basil
  • Salt & pipar

Aðferð:

Blandið öllu vel saman í skál.

Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum, sigtið vatnið frá og setjið í stóra skál. Hellið ólífuolíu yfir og hrærið saman og setjið inní ísskáp.
Sjóðið aspasinn og baunirnar í 2-3 mínútur og færið síðan yfir í skál með köldu vatni og klökum í nokkrar mínútur. Skerið aspasinn og baunirnar í litla bita ásamt grænmetinu og bætið við í pasta skálina. Skerið mozzarella kúlurnar í tvennt og bætið þeim einnig við.
Blandið öllu vel saman ásamt dressingunni. Kreistið sítrónu yfir ásamt smá salti og pipar og smakkið til.

Vinó mælir með Muga rósavín með þessum rétt.