Michel Lynch Bordeaux Sauvignon Blanc 2015
michel-lynch-sauvignon-blanc

Víngarðurinn Vín og Fleira segir; (3 ½ stjarna)

Fyrir nokkrum dögum skrifaði ég um Michel Lynch Réserve Médoc (***1/2) og þessi hvíti Bordeaux, sem er 100% Sauvignon Blanc er af svipuðum meiði, ferskur, dæmigerður og flottur og munar litlu að fá fjórðu stjörnuna. Það hefur ljósan strágulan lit og ferska, dæmigerða angan af sítrus, hvítum blómum, stikilsberjum, peru, perubrjóssykri og einhverri exótískri ávaxtablöndu. Þetta er brakandi og ungur ilmur sem fær munnvatnið til að streyma fram. Í munni er það þurrt, sýruríkt og dæmigert en mætti gjarnan endast lengur. Það er þó í fínu jafnvægi meðan það staldrar við. Þarna eru sítrónur, læm, stikilsber, greipaldin og exótískir ávextir. Ekki flókið en flott matarvín sem er fínt með allskonar fiskréttum þar sem sítróna kemur við sögu, bökum og auðvitað geitaosti. Eða bökum með geitaosti. Verð kr. 2.499.- Mjög góð kaup.

Share Post