Ofnbakaður kjúklingur og grænmeti

 

Hráefni

2 kjúklingabringur

½ tsk paprika krydd

Salt og pipar

½ tsk oreganó

1 meðal stór sæt kartafla

250 g sveppir

½ rauðlaukur

2 hvítlauksgeirar

3 dl rjómi

2 tsk kjúklingakraftur frá Oscar

200 g rifinn ostur með pipar

Ferskt rósmarín

 

Aðferð

  • Kveikið á ofninum og stillið á 200°C og undir og yfir hita.
  • Skerið kjúklingabringurnar í tvennt þvert og langsum yfir bringurnar, kryddið þær með salt, pipar, papriku kryddi og oreganó, leggið til hliðar á meðan grænmetið er gert tilbúið.
  • Flysjið kartöfluna og skerið hana í litla bita. Skerið sveppina, hver svepp í 4 hluta. Skerið rauðlaukinn og hvítlaukinn smátt niður, og setjið allt saman í frekar stórt eldfast mót.
  • Setjið kjúklingakraft út í rjómann, hrærið og hellið yfir grænmetið. Dreifið u.þ.b. 100 g af rifna ostinum yfir, kryddið með salt, pipar og oreganó, hrærið örlítið í.
  • Leggið kjúklingabringurnar yfir og bakið inn í ofni í 20 mín. Setjið þá restina af ostinum yfir kjúklinginn og bakið þar til kartöflurnar eru mjúkar í gegn og osturinn byrjaður að verða gullinn (u.þ.b. 15 mín í viðbót). Skreytið með fersku rósmarín.

Vinó mælir með Adobe Reserva Carmenere með þessum rétt.

Uppskrift: Linda Ben