Silungssneiðar

Uppskrift dugar í 6 sneiðar

Hráefni

6 fjórðungar af flatköku

Um 100 g Philadelphia rjómaostur með graslauk

200 g reyktur silungur/bleikja

6 agúrkusneiðar (þunnar)

Dill

Svartur pipar

Aðferð

Smyrjið hverja flatkökusneið með vænu lagi af rjómaosti.

Skerið silunginn í þunnar sneiðar og skiptið á milli sneiðanna.

Skreytið með agúrku og dilli.

Vínó mælir með: Muga Blanco með þessum rétti.

Uppskrift: Gotteri.is