Pumkin Spice Stroh Kaffi
Hráefni
1 espresso skot kaffi eða ½ dl sterkt kaffi
1 msk hrásykur
¼ tsk pumpkin spice + auka til að skreyta
2-4 cl Stroh
1 dl flóuð mjólk
Þeyttur rjómi
Pumpkin spice kryddblanda
2 tsk kanill
½ tsk múskat
½ tsk malaður negull
½ tsk malað engifer
Aðferð
Byrjið á því að útbúa pumpkin spice kryddblönduna. Blandið öllum hráefnunum saman í skál eða krukku. Gott að geyma svo í krukku upp í skáp til að eiga t.d. útá kaffið eða hnetumixið. Blandið saman heitu kaffi, hrásykri og pumpkin spice í bolla eða glas. Hrærið vel saman þar til sykurinn leysist upp. Hellið Stroh saman við og hrærið. Hitið mjólkina í potti eða í mjólkurflóara, hellið saman við kaffiblönduna og hrærið. Að lokum toppið drykkinnn með þeyttum rjóma og stráið pumpkin spice yfir.