Ómótstæðilegir tortillu þríhyrningar

Hráefni

2 kjúklingabringur frá Rose Poultry

1-2 msk ólífuolía

Krydd: ½ tsk laukduft, ½ tsk hvítlauksduft, ½ tsk cumin, 1 tsk salt, ¼ tsk chili(eða eftir smekk)

Mission spelt og hafra tortillur 

Philadelphia rjómaostur

Rifinn cheddar ostur

Smátómatar eða kokteiltómatar

Laukhringir (frosnir)

Berið fram með sósum eftir smekk:

Heinz hvítlaukssósu

Salsasósu frá Mission

Guacamole

Aðferð

Byrjið á því að skera kjúklingin mjög smátt.

Blandið kjúklingnum saman við ólífuolíu og kryddið.

Dreifið honum í eldfast mót og bakið í 20-25 mínútur við 195°C.

Bakið laukhringina eftir leiðbeiningum og smátt skerið tómata.

Skerið tortillur í tvennt.

Smyrjið tortillurnar með rjómaosti og dreifið cheddar osti eftir smekk yfir.

Dreifið 2 msk af kjúklingi í miðjuna, 1 msk tómötum og setjið laukhringin ofan á.

Lokið tortillunni með því að mynda þríhyrning (sjá mynd fyrir neðan).

Penslið tortillurnar með ólífuolíu og dreifið á ofnplötu þakta bökunarpappír.

Bakið í ofni við 190°C í 6-8 mínútur og berið fram með sósum eftir smekk.

Vínó mælir með: Corona með þessum rétt. 

Uppskrift: Hildur Rut