Kjúklingasalat með ferskum berjum og burrata osti

Hráefni

Salat blanda

2 stk foreldaðar kjúklingabringur

3-4 stk sneiðar hráskinka

1-2 dl hindber

2 msk furuhnetur

Burrata

Aðferð

Skolið salatið og hindberin og þerrið vel.

Skerið kjúklingabringurnar í bita og rífið hráskinkuna niður.

Dreifið öllum innihaldsefnunum saman á bakka. Opnið burrata ostinn og berið hann fram ofan á salatinu.

 

 

Vinó mælir með: Adobe Reserva Sauvignon Blanc með þessum rétti.

Uppskrift: Linda Ben