Appelsínu Float

 

Fyrir einn

Hráefni

5 cl Cointreau

2 dl appelsínugos (t.d. Fanta eða Appelsín)

2-3 kúlur vanilluís

Aðferð

Hellið appelsínugosi og Cointreau í glas og hrærið varlega saman.

Setjið 2-3 kúlur af vanilluís ofan á. Passið að hafa glasið rúmgott því vanilluísinn freyðir.

Drekkið með röri og njótið.

 

Uppskrift: Hildur Rut