Gómsætur jalapeno-& cheddar borgari

Hráefni

500 g nautahakk

1 egg

2-3 msk jalapeno úr dós, smátt skorið

1½ dl rifinn cheddar ostur

4 msk pankó raspur

Krydd: 1 tsk laukduft, 1 tsk salt, ¼ tsk pipar

4 hamborgarabrauð

Cheddar ostur í sneiðum (mér finnst þessi mjúki bestur)

Kál

Buffalo tómatur

Rauðlaukur

Avókadó

Heinz American Style Burger sósa

Kartöflubátar

8-10 stk kartöflur

1 msk ólífuolía

Krydd: ½ tsk chiliduft, ½ tsk laukduft, ¼ tsk pipar, 1 tsk salt

Heinz majónes

Tabasco Sriracha sósa

Ferskt kóríander

 

Aðferð

Byrjið á því að blanda saman hakki, eggi, smátt skornu jalapeno, rifnum cheddar osti, raspi og kryddi í skál og hrærið vel saman með sleif eða skeið.

Notið hendurnar til að útbúa pylsu úr nautahakksblöndunni. Skiptið henni í 4 jafna hluta og hnoðið í fjórar kúlur. Þrýstið á kúlurnar og myndið hamborgara.

Skerið tómatinn, rauðlaukinn og avókadóið í sneiðar.

Steikið hamborgarana á heitri pönnu eða grillið þar til þeir eru eldaðir í gegn.

Setjið cheddar ost sneiðar í lokin.

Grillið eða hitið hamborgarabrauðið.

Dreifið sósunni á botninn, svo salati, kjöti, tómatsneið, rauðlauk, avókadó, meiri sósu og lokið borgaranum. Njótið vel!

Kartöflur

Skerið kartöflurnar í báta og blandið saman við ólífuolíu og krydd í skál.

Dreifið í eldfast form og bakið í um 30 mínútur við 200°C.

Dreifið majónesi, sriracha sósu og kóriander yfir þær eftir smekk.

Vínó mælir með: Corona með þessum rétt. 

Uppskrift: Hildur Rut