Djúsí vöfflufranskar

Hráefni

1 poki frosnar vöfflufranskar (600 g)

100 g rifinn cheddar ostur

150 g stökkt, mulið beikon

Sýrður rjómi með graslauk

Niðurskorinn vorlaukur

Aðferð

Bakið kartöflurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

Færið þær síðan yfir í eldfast mót og setjið ost og beikonkurl inn á milli í nokkrum lögum.

Setjið aftur inn í ofninn í örfáar mínútur til að osturinn bráðni niður.

Setjið sýrðan rjóma í poka, klippið gat á endann og sprautið yfir kartöflurnar þegar þær koma úr ofninum og stráið vorlauk yfir allt.

Vinó mælir með: Stella Artois með þessum rétt.

Uppskrift: Gotteri