Bruschettur með rjómaosti og ofnbökuðum tómötum

Hráefni

1 baguette brauð, ég keypti súrdeigs

Philadelphia rjómaostur með hvítlauk

1 dl ólífuolía + 1 msk ólífuolía

3 hvítlauksrif

200-250 g kokteiltómatar

2 msk ferskt oregano, smátt skorið

2 msk fersk basilika, smátt skorið

Salt & pipar

Aðferð

Byrjið á því að skera baguette brauð í sneiðar. Leggið sneiðarnar á bökunarplötu þakta bökunarpappír. 

Blandið saman 1 dl ólífuolíu og tveimur pressuðum hvítlauksrifjum saman í litla skál.

Penslið brauðið með hvítlauksolíunni.

Skerið tómatana í bita og blandið saman við 1 msk ólífuolíu, 1 pressað hvítlauksrif, oregano, basiliku, salti og pipar. Dreifið þeim í lítið eldfast mót.

Bakið brauðið og tómatana í ca. 10 mínútur við 190°C.

Smyrjið brauðsneiðarnar með rjómaostinum og dreifið tómötunum yfir. Gott að strá ferskum kryddjurtum yfir og njóta.

Vinó mælir með: Lealtanza Reserva með þessum rétti.

Uppskrift: Matur og Myndir