Dalgona white russian

Hráefni

Russian standard vodka, 4,5 cl

Kahlua, 3 cl

Rjómi, 3 cl

Þeytt kaffi* eftir smekk

Rifið súkkulaði eftir smekk

Aðferð

 

Fyllið glas af klökum, hellið Russian standard vodka, Kahlua og rjóma yfir. Toppið með þeyttu kaffi og hrærið smá í.

Rífið súkkulaði yfir og njótið.

Þeytt kaffi

Hráefni

Skyndikaffi, 2 msk

Sykur, 2 msk

Sjóðandi vatn, 2 msk

 

Aðferð

Pískið allt saman af krafti þar til blandan verður ljós á litinn og áferðin minnir á þeyttan rjóma.

 

Uppskrift: Matur og Myndir