Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Jæja, loks kom að því að blessað sumarið léti sjá sig, alltént hér á Suð-Vestur horninu.

Rétt í þann mund sem maður var farinn að halda að vorið væri hreinlega að þróast í snemmbært haust fór hitinn að hækka og sólin að skína.

Því er ekki að neita að áhrifanna gætir víða þegar bláhiminn og bættar hitatölur banka upp á. Léttari klæðnaður, léttari lund og síðast en ekki léttari matur og drykkur.

Þetta á ekki síst við um vínin sem við kjósum þegar sumarið gengur í garð; hvítvín, rósavín og jafnvel léttari rauðvín eiga þá sviðið.

Við tókum saman nokkur vín sem óhætt er að mæla með fyrir sólríka daga.

 

Adobe Reserva Rose

3,5star

ADOBE-RO-2017---VALLE-RAPEL

Vinotek segir;

Ljósbleikt á lit, þægileg og fersk angan af rauðum berjum, ekki síst jarðarberjum og hindberjum, fínn, hreinn og ferskur ávöxtur í munni með þægilegri sýru. 1.999 krónur. Mjög góð kaup. Fínt sumarvín, t.d. með grilluðum kjúklingi og grænmeti.

Lamberti Pinot Grigio3,5star

bt-Pinot-Grigio-Santepietre

Vinotek segir;

Vínið er ljósgult á lit með grænum tónum, fersk angan af þroskuðum perum og grænum eplum, sítrus, sítróna og sítrónubörku, ferskt og þægilegt. 1.799 krónur. Mjög góð kaup. Fínn fordrykkur eða með léttum sjávarréttum, jafnvel sushi. 

Ramon Roqueta Tempranillo Cabernet Sauvignon Reserva

4star

RR_Reserva06

Vinotek segir;

Svartur, þroskaður ávöxtur í nefi, sólber og dökk kirsuber í bland við reyk og eik, vottur af tjöru, Kryddað. Feitt og mjúkt, eikin áberandi, Cabernetinn gefur Tempranillo meira bit. Flott vín. 1.899 krónur. Frábær kaup. Þetta er mikið vín fyrir lítinn pening og fær hálfa auka stjörnu fyrir frábært hlutfall verðs og gæða.

 

Cune Rioja Rosado

4star

Cune Rosado 2015

Vinotek segir;

Liturinn er fagur, rauðbleikur og ilmur vínsins sömuleiðis, hann einkennist af rauðum og sumarlegum berjum, jarðarberjum og hindberjum, smá rifs. Í munni hefur vínið góðan og sumarlegan ávöxt, fínan ferskleika. Unaðslegt sumarrósavín. 1.999 kr.

 

Hardy‘s Nottage Hill Cabernet Sauvignon Sirazh

4star

Nottage_Hill_Cabernet_Shiraz_75cl

Vinotek segir;

Vínið dökkt með þykkum, feitum og krydduðum ávexti. Sultaðar plómur og sólber í bland við sæta vanillu, kókos og súkkulaði. Mjúkt og þykkt. 2.199 krónur. Frábær kaup á þessu verði. Tilvalið vín fyrir grillið í sumar.

Adobe Reserva Merlot 

4star

ADOBE-MR-2016-ENG

Fjólublátt, í nefinu sæt bláber, plómur og fjólur, svolítið piprað og kryddað, sæt vanillustöng og mokkakaffi. Þægilega mjúkt og fínt. 1.999 krónur. Frábær kaup. Með grilluðum kjúkling.

 

Adobe Sauvignon Blanc3,5star

ADOBE-SB-2017-ING---CASABLANCA-VALLEY

Vinotek segir;

Vínið er fölgult, sætur sítrus, lime og limebörkur, þarna er líka gul melóna og ferskjur, ferskt með nokkuð sætum og mjúkum ávexti í munni. 1.999 krónur. Mjög góð kaup.

Uppskrift Marta Rún Femme 

Prosecco floats eins og þetta er stundum kallað. Þegar ég vann á ítölskum veitingastað í New York þá var þessi drykkur oft búin til eftir vakt.

Þú velur þér þann sorbet ís sem þér finnst góður eins og sítrónu, jarðaberja eða hvað sem er.

 

raspberry_pink_champagne_floats_2_of_17
Setur eina stóra kúlu eða nokkrar litlar af ís í botninn á vínglasi og hellir svo freyðivíni yfir.
Þessi drykkur er fullkomin sem góður sumarkokteill eða fullorðins eftirréttur á meðan börnin fá bara ís.

prosecco_floats_I_howsweeteats.com_16

Hér á myndinni er til dæmis hindberja og sítrónu:

prosecco_floats_I_howsweeteats.com_2

Hindberja með bleiku freyðivíni:

raspberry_pink_champagne_floats_8_of_17

 

Þá er það bara að hoppa í næstu ísbúð og gera allt tilbúð fyrir góða veðrið um helgina.

Vinó mælir með Lamberti Prosecco. Léttur og leikandi, þægilegt í munni og fersk sýra. Ljúffengt freyðivín sem passar fullkomlega í þennan sumarlega drykk.

Sjá nánar um hvar vínið fæst hér.

Njótið!

Sumarlambalæri

Marta Rún hjá Femme.is ritar

Þetta er alveg frábær uppskrift af lambalæri með indversku ívafi.  Þegar það er sumar þá er ég allavega ekki í stuði fyrir svona þungt lambalæri með brúnuðum kartöflum, baunum og heitri sósu eins og það er nú gott stundum.  Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi og vera með létt meðlæti og kalda sósu og fór ég þá í netleiðangur og fann nokkrar hugmyndir.

yfirlitsmynd 2

Mér persónulega fannst lambið ótrúlega gott og öðruvísi og kóríander og myntusósan passa mjög vel við ásamt léttu og fersku meðlæti.

 

yfirlitsmynd1

 

Marinering

150g hreint jógúrt

1 þumall af fersku smátt söxuðu engiferi

3 pressaðir hvítlauksgeirar

1 msk tómatapúrra

safi úr 1/2 lime

1 tsk kúmen

1 tsk túrmerik

1 tsk þurrkað chilli

1 handlúka af ferskum söxuðum kóríander

Saltið og piprið lambalærið og makið svo mareneringunni yfir allt lærið og setjið inní ísskáp í að minnsta kosti 3 klukkutíma eða yfir nótt.

Takið það svo út úr ísskápnum hálftíma áður en það á að fara inn í ofn.

Best er að nota kjöthitamæli til að tryggja að lærið verði hæfilega eldað.

Meðalsteikingartímar fyrir lambasteik við 160-180°C hita:

Mjög-lítið steikt, 20-25 mínútur fyrir hvern 500 g og kjarnahiti 45-50°C

Lítið steikt 25-30 mínútur fyrir hver 500 g og kjarnahiti 55-60°C

Meðal steikt 30-35 mínútur fyrir hver 500 g og kjarnahiti 60-65°C

Vel steikt 30-40 mínútur fyrir hver 500 g og kjarnahiti 70-75°C

Gegnsteikt 40-45 mínútur fyrir hver 500 g og kjarnahiti 75-80°C

lambalæri í mareninguKúskús

1 bolli kúskús

1/2 granatepli

1/2 dós maísbaunir

1 lúka af söxuðu grænkáli

Salt&pipar

salatSalat

Tómatar

Gúrka

Rauðlaukur

Fetaostur

1 tsk Oregano

3 msk Olífuolía

2 msk Rauðvínsedik

Skerðu allt grænmetið í litla bita í skál og settu síðan oregano, olíu og edikið og blandaðu saman.

 

cuscusSósan

Myntu, kóríander, mangó, jógúrtsósa

Mér fannst þessi passa rosalega vel með lambinu og gæti passað vel með góðu grillkjöti eða á salat.

1 lúka smátt söxuð mynta

1 luka smátt saxaður kóríander

1 pressaður hvítlauksgeiri

1 msk mango chutney

2 dollur júgúrt eða eins og 1 bolli

Klípa af salti

yfirlitmynd
Ég gerði sætkartöflumús með smjöri, limesafa, salti og pipar og bar það með undir lærinu.

Mér finnst betra að skera stóra bita af beininu og skera það svo í sneiðar heldur en að skera beint af lærinu.

 

yfirlitsmynd1

 

Vino mælir með Dievole Chianti Classico með þessum frábæra rétti. Sjá nánar í hvaða Vínbúðum vínið fæst hér.

Ef þú ert á leiðinni til Toscana og langar að kíkja í vínsmökkun eða gista á glæsilegum stað þá mælum við með að þið kíkið inná http://www.dievole.it/en/

Sumarlæri og rauðvín

 

Canepa Classico Chardonnay 2016

3,5star

Classico Chardonnay

Vinotek segir;

 

Classico línan frá Canepa samanstendur af vínum úr klassískum þrúgum, þetta er einfaldasta línan frá Canepa, ódýr vín en alveg hreint prýðileg ekki síst miðað við verð. Þetta er létt og sumarlegt Chardonnay-vín, fölgult á lit með sætum og suðrænum ávexti í nefi, smá sítrus, smá ananas, þroskuð gul epli, í munni er ríkjandi sætur ávöxtur án þess þó að verða væmin, þokkaleg sýra. Berið fram vel kælt. 1.599 krónur. Góð kaup.

Sumarsalat

Marta Rún frá Femme.is ritar

Við þekkjum það að þegar sumar er í lofti þá kemur meiri löngum í ferskan og góðan mat.
Hér er uppskrift af ótrúlega góðu og bragðmiklu sumarsalati með hunangssinneps dressingu.
Salatdressingin er ótrúlega góð og passar yfir allar tegundir af salati. Hún geymist inní ísskáp í einhverja daga og passar einnig vel með salati með grillmat.

IMG_1398

 

Hunangssinnepssósa

1/3 bolli hunang
3 matskeiðar Dijon heilkornasinnep
2 matskeiðar Djion sinnep
2 teskeiðar olífu olía
1 teskeið pressaður hvítlaukur
Salt&pipar

4 kjúklingabringur eða 2 pakkar af kjúklingalundum

Blandaðu öllu saman í stóra skál, taktu eins og 1/3 til hliðar fyrir dressinguna yfir salatið.
Skerðu kjúklingabringurnar í strimla ef þú ert með bringur. Settu síðan kjúklinginn í skálina og veltu honum uppúr sósunni.
Kveiktu á miðlungsháan hita á stórri pönnu og steiktu kjúklinginn. Hann á verða fallega gullbrúnn. Raðaðu honum yfir salatið og helltu afganginum af sósunni á pönnunni yfir.

 

IMG_1421

 

Þegar ég les uppskriftir af mismunandi salati þá fer ég oftast aldrei eftir því, það er svo persónubundið hvaða grænmeti og ávöxtum fólk finnst gott. Með þessi salati finnst mér got að hafa einhvern sætan ávöxt eins og mangó eða sæt ber til að fá sætu á móti sinnepinu.

Salatgrunnurinn í þessari uppskrift:
Salatblanda og grænkál
Magnó
Rauðlaukur
Radísur
Rauð paprika
Avocado
Fetaostur

IMG_1428

Með sumarsalati eins og þessu með sætum ávöxtum og hunangssinnepi er gott að drekka ískalt hvítvín með.

Vinó mælir með hvítvíninu Muga Blanco, sjá nánar um hvar vínið fæst hér.

Canepa Classico Cabernet Sauvignon 2015 BIB

3star

Canepa_kassavin

Vinotek segir;

Kassavínin njóta alltaf vinsælda enda hafa þau sína kosti, t.d. verð og umbúðir sem gott er að flytja á milli staða, t.d. í bústaðinn. Þessi kassi frá Canepa í Chile er í þægilegri stærð, tveggja lítra. Vínið er með dökka, kryddaða berjaangan, sólber og krækiber, þykkt, ávöxturinn heitur með sólþroskaðri sætu án þess að verða væmið. 3.699 krónur fyrir tveggja lítra box eða sem samsvarar um 1.387 krónum á 75 cl flösku. Góð kaup á því verði.

Adobe Reserva Rose 2016

3,5star

ADOBE-ROSAVinotek segir;

Sumarið er kjörtími rósavínanna sem njóta nú sívaxandi vinsælda hér á landi rétt eins og í löndunum í kringum okkur. Rósavínið í Adobe-línunni frá chilenska vínhúsinu Emiliana er gert úr Syrah-þrúgunni og líkt og önnur vín hússins úr lífrænt ræktuðum þrúgum. Ljósbleikt á lit, þægileg og fersk angan af rauðum berjum, ekki síst jarðarberjum og hindberjum, fínn, hreinn og ferskur ávöxtur í munni með þægilegri sýru. 1.999 krónur. Mjög góð kaup. Fínt sumarvín, t.d. með grilluðum kjúklingi og grænmeti.

 

Adobe Reserva Merlot 2015

4star

Adobe-Merlot-2011-SCVinotek segir;

Emiliana er eitt þeirra vínhúsa í heiminum sem er leiðandi þegar kemur að lífrænt ræktuðum vínum og það á við um þetta Merlot-vín eins og önnur vín í Adobe-línunni.Fjólublátt, í nefinu sæt bláber, plómur og fjólur, svolítið piprað og kryddað, sæt vanillustöng og mokkakaffi. Þægilega mjúkt og fínt. 1.999 krónur. Frábær kaup. Með grilluðum kjúkling.

Uppskrift Marta Rún Femme 

Einn af mínum uppáhalds drykkjum eru klárlega klassískur G&T.


IMG_1441

Hér eru nokkrar hugmyndir af gin og tonic drykkjum sem eru einfaldir að gera.
Um að gera að prufa sig áfram og smakka mismunandi tegundir og festa sig ekki í alltaf í einungis gin og tonic með lime eða gúrku.
Eins og manni er kennt hér á Spáni er að kreista ekki ávextina útí heldur einungis setja í glasið og hræra létt og bera fram í háu glasi með fæti.


Greipsneið + 1 stjörnuanís

 

Appelsínubörkur + kanilstöng

 

Jarðaber + Basilíka


Sítróna + Kóríanderkorn

 

Rauður chilli + Ferskur kóríander

 

Jarðaber + Svört piparkorn

 

Gúrkusneið + rósablað

 

Appelsínubörkur + rautt vínber

 

Mynta + lime + bláber


Appelsínubörkur + rósmarín

 

IMG_1458

IMG_1457

 

 

Því sem ég hef kynnst sérstaklega eftir að hafa búið í Barcelona er að það er ótrúlega gaman að smakka mismunandi útfærslur af þessum klassíska drykk. Nánast á hverjum stað eru til mismunandi útfærslur og sumir staðir eru sérstaklega frægir fyrir langan lista af gin og tonic drykkjum.

 

Þetta eru ekki kokteilar heldur gin sem er búið að para saman við mismunandi kryddtegundir eftir því hvernig það var eimað. Það er bara smá “hint” eða eftirbragð sem kemur í lokinn á drykknum.
Eftir að hafa smakkað The Botanist ginið þá finnst mér það passa við mikið af kryddum og ávöxtum því það er eimað með 31 kryddtegundum sem gefur gott bragð.

 

Hér má finna The Botanist ginið í vínbúðinni.

IMG_1437

Cointreau ávaxtasalat með pistasíu rjóma

Hráefni: (fyrir fjóra)

185 ml ferskur appelsínusafi

100 g hvítur sykur

2 msk. Cointreau líkjör

4 ferskjur

150 g rifsber

500 g fersk jarðarber

125 g bláber

200 ml rjómi (létt þeyttur)

55 g pistasíuhnetur (skornar gróft)

Aðferð:

Blandaðu saman appelsínusafa og sykri í pott við lágan hita. Leystu sykurinn upp og leyfðu blöndunni að malla við vægan hita í 5 mínútur eða þangað til að blandan er farin að þykkna og breytast í sýróp.

Helltu Cointreau líkjör útí og taktu blönduna af hitanum og leyfðu henni að kólna aðeins.

 

Blandaðu saman ferskjum, rifsberjum, jarðarberjum, bláberjum í stóra skál og blandaðu sýrópunni saman við, hrærðu vel saman og leyfðu svo salatinu að standa í góðan hálftíma eða þangað til að ávextirnir hafa drukkið í sig sýrópið.

Blandaðu saman þeyttum rjóma og pistasíuhnetum í skál og berðu fram með ávaxtasalatinu.