Adobe Reserva Rose 2016

3,5star

ADOBE-ROSAVinotek segir;

Sumarið er kjörtími rósavínanna sem njóta nú sívaxandi vinsælda hér á landi rétt eins og í löndunum í kringum okkur. Rósavínið í Adobe-línunni frá chilenska vínhúsinu Emiliana er gert úr Syrah-þrúgunni og líkt og önnur vín hússins úr lífrænt ræktuðum þrúgum. Ljósbleikt á lit, þægileg og fersk angan af rauðum berjum, ekki síst jarðarberjum og hindberjum, fínn, hreinn og ferskur ávöxtur í munni með þægilegri sýru. 1.999 krónur. Mjög góð kaup. Fínt sumarvín, t.d. með grilluðum kjúklingi og grænmeti.

 

Share Post