Canepa Classico Chardonnay 2016

3,5star

Classico Chardonnay

Vinotek segir;

 

Classico línan frá Canepa samanstendur af vínum úr klassískum þrúgum, þetta er einfaldasta línan frá Canepa, ódýr vín en alveg hreint prýðileg ekki síst miðað við verð. Þetta er létt og sumarlegt Chardonnay-vín, fölgult á lit með sætum og suðrænum ávexti í nefi, smá sítrus, smá ananas, þroskuð gul epli, í munni er ríkjandi sætur ávöxtur án þess þó að verða væmin, þokkaleg sýra. Berið fram vel kælt. 1.599 krónur. Góð kaup.

Share Post