Cointreau ávaxtasalat með pistasíu rjóma

Hráefni: (fyrir fjóra)

185 ml ferskur appelsínusafi

100 g hvítur sykur

2 msk. Cointreau líkjör

4 ferskjur

150 g rifsber

500 g fersk jarðarber

125 g bláber

200 ml rjómi (létt þeyttur)

55 g pistasíuhnetur (skornar gróft)

Aðferð:

Blandaðu saman appelsínusafa og sykri í pott við lágan hita. Leystu sykurinn upp og leyfðu blöndunni að malla við vægan hita í 5 mínútur eða þangað til að blandan er farin að þykkna og breytast í sýróp.

Helltu Cointreau líkjör útí og taktu blönduna af hitanum og leyfðu henni að kólna aðeins.

Blandaðu saman ferskjum, rifsberjum, jarðarberjum, bláberjum í stóra skál og blandaðu sýrópunni saman við, hrærðu vel saman og leyfðu svo salatinu að standa í góðan hálftíma eða þangað til að ávextirnir hafa drukkið í sig sýrópið.

Blandaðu saman þeyttum rjóma og pistasíuhnetum í skál og berðu fram með ávaxtasalatinu.