Vín í sól og sumaryl

Jæja, loks kom að því að blessað sumarið léti sjá sig, alltént hér á Suð-Vestur horninu.

Rétt í þann mund sem maður var farinn að halda að vorið væri hreinlega að þróast í snemmbært haust fór hitinn að hækka og sólin að skína.

Því er ekki að neita að áhrifanna gætir víða þegar bláhiminn og bættar hitatölur banka upp á. Léttari klæðnaður, léttari lund og síðast en ekki léttari matur og drykkur.

Þetta á ekki síst við um vínin sem við kjósum þegar sumarið gengur í garð; hvítvín, rósavín og jafnvel léttari rauðvín eiga þá sviðið.

Við tókum saman nokkur vín sem óhætt er að mæla með fyrir sólríka daga.

 

Adobe Reserva Rose

4star

 

Vinotek segir;

Það er fölbleikt á lit, fersk angan með þroskuðum rauðum eplum, jarðarberjum og rósum. Ferskt og þurrt í munni. Fínasta rósavín. 1.999 krónur. Frábær kaup. Sem sumarlegur fordrykkur eða með grilluðum kjúklingi.

Lamberti Pinot Grigio3,5star

bt-Pinot-Grigio-Santepietre

Vinotek segir;

Vínið er ljósgult á lit með grænum tónum, fersk angan af þroskuðum perum og grænum eplum, sítrus, sítróna og sítrónubörku, ferskt og þægilegt. 1.899 krónur. Mjög góð kaup. Fínn fordrykkur eða með léttum sjávarréttum, jafnvel sushi. 

Ramon Roqueta Tempranillo Cabernet Sauvignon Reserva

4star

 

Vinotek segir;

Svartur, þroskaður ávöxtur í nefi, sólber og dökk kirsuber í bland við reyk og eik, vottur af tjöru, Kryddað. Feitt og mjúkt, eikin áberandi, Cabernetinn gefur Tempranillo meira bit. Flott vín. 1.999 krónur. Frábær kaup. Þetta er mikið vín fyrir lítinn pening og fær hálfa auka stjörnu fyrir frábært hlutfall verðs og gæða.

 

Adobe Reserva Merlot 

4star

 

Fjólublátt, í nefinu sæt bláber, plómur og fjólur, svolítið piprað og kryddað, sæt vanillustöng og mokkakaffi. Þægilega mjúkt og fínt. 2090 krónur. Frábær kaup. Með grilluðum kjúkling.

 

Adobe Sauvignon Blanc3,5star

 

Vinotek segir;

Vínið er fölgult, sætur sítrus, lime og limebörkur, þarna er líka gul melóna og ferskjur, ferskt með nokkuð sætum og mjúkum ávexti í munni. 2.090 krónur. Mjög góð kaup.

Post Tags
Share Post