Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Indverskt kjúklingasalat

Marta Rún hjá Femme.is ritar

Margir fylgdust með mér gera þetta salat á Snapchat þannig ég ákvað að birta það á blogginu líka. Mjög gott salat með indversku ívafi.

Kjúklingur

1 pakki úrbeinuð kúklingalæri eða kjúklingalundir
1 tsk karrý
1 tsk chilliduft
1/2 kreist lime
olía
salt og pipar

Aðferð:

Kjúklingurinn er skorin í litla og bita settur í skál ásamt kryddinu, limesafanum og olíunni. Þessu er síðan öllu blandað saman.
Best er auðvitað að þetta fái að marenerast í 2-3 klukkutíma en ef þú hefur lítinn tíma þá kemur alveg nóg bragð.
Kjúklingnum er síðan raðað á spjót.
Síðan eru kjúklingaspjótin steikt á pönnu á miðlungshita í 8-10 mín.

Salatblandan má vera eins og þér finnst best en ég mæli með að hafa mango því það passar svo vel við kryddin.

Kálblanda
Rauðlaukur
Avocado
Mango
Gúrka

 

Dressing

1 dós hreint jógúrt
1-2 matskeiðar af mango chutney
1/2 tsk karrý
1/2 fersku chilli (má sleppa)
Smakkaðu sósuna til og bættu meira af því sem þér finnst gott.
Ég t.d set alveg 2 matskeiðar af mango chutney og vel af chillipipar.

Salthnetur og pistasíur saxaðar yfir salatið.

Gott er að bera fram naanbrauð með salatinu.

Við mælum með Vicar‘s Choice Sauvignon Blanc víninu með salatinu en hér má finna fleiri tillögur.

Rétt eins og það er hrein unun að hitta á góða pörun víns og matar, þá getur mikið kryddaður matur gert góðu víni óleik og hreinlega breytt því hvernig bragðlaukarnir skynja vínið. Sterk krydd draga úr sætunni og draga um leið fram tannínið í víninu svo það verður allt að því beiskt á bragðið, ekki ósvipað því þegar steinarnir úr vínberjum eru tuggðir. Það er nokkuð sem fæstum hugnast. En ef sterk krydd draga úr sætunni, hvað er þá til ráða? Jú, fyrst og fremst er að leita uppi vín vel búin sætu í munni, helst lítið eikuð og ef þau eru ávaxtarík þá spillir það ekki nema síður sé. Þessa eiginleika er mun líklegra að finna í hvítvíni en rauðvíni og þar af leiðandi eru þau hvítu jafnan betri kostur með krydduðum mat. Frönsk Pinot Gris hvítvín eru þessum kostum búin og eru með allra fjölhæfustu matvínum, einnig franskur Gerwürztraminer frá Alsace. Sauvignon Blanc vín frá Nýja Sjálandi eru einnig góður kostur í þessu sambandi. Mest er þó um vert að prófa sig áfram og þegar vín og bragð smellur saman er komin rétt sametning – því þegar allt kemur til alls hefur þú rétt fyrir þér.

Hvernig væri að prófa?

 

Willm Pinot Gris Reserve 2.499 kr.  

Víngarðurinn Vín og Fleira segir;

Síðast þegar þetta vín var til umfjöllunar hér í Víngarðinum þá var það árgangurinn 2014 (****) og það virðist vera lítil breyting á gæðunum á þessu fína víni frá Willm, einsog reynsla mín hefur reyndar verið í gegnum tíðina. Það hefur gylltan lit með grábleikum tónum og meðalopna angan sem er býsna sæt og búttuð. Þar má greina niðursoðinn ávaxtakokteil, lyche, rósir, sítrus, fresíur, ananasbúðing og rjóma. Í munni er það tæplega meðalþurrt en er sem betur fer með ágæta sýru og, einsog vant er, endar það í frísklegum og bitrum tónum sem forða vínu frá því að verða yfirþyrmandi og væmið. Það má finna niðursoðna ávexti, peru, sítrus, sítrus, fita, lyche og eitthvað óskilgreint nammi. Þetta er ekki, frekar en venjulega, flókið hvítvín en afskaplega vel gert og matarvænt að auki. Hafið með allskonar mat, forréttum, ljósu fuglakjöti, kæfum (sem má kalla pâté uppá frönsku), bragðmiklum fiski og asískum mat. Svo spillir ekki að vínið hefur lækkað um 200 krónur frá síðasta árgangi. Guð blessi krónuna. Verð kr. 2.499.- Mjög góð kaup”

Willm Gewurztraminer Reserve 2.499 kr 

Vinotek segir;

“Vínhúsið Willm er á vínleiðinni eða Route du vin á milli Strassborgar og Colmar í Alsace í Frakklandi, nánar tiltekið í smábænum Barr. Willm-fjölskyldan, sem þá rak veitingahús í Barr, stofnaði víngerðina 1896 og náði fljótt undraverðum árangri í útflutningi. Gewurztraminer er ein af eðalþrúgum Alsace-héraðsins og eins og nafnið gefur til kynna á hún það til að vera arómatísk og krydduð. Í nefinu sæt og krydduð angan af blóðappelsínum og greipávöxtum, rósum og reykelsi. Þykkt og nokkuð feitt, með sætum, krydduðum ávexti, þurrt með góðri .lifandi sýru. 2499 krónur. Mjög góð kaup. Afbragðsvín með t.d. reyktum lax, austurlenskum mat og fleiru.”

Vicar‘s Choice Sauvignon Blanc 2.499 kr 

Víngarðurinn Vín og Fleira segir;

„Þarna er komið afar dæmigert Sauvignon Blanc frá Nýja-Sjálandi, stútfullt af krydduðum ávexti og sjarmerandi framkomu. Það er ljós-gulgrænt að lit með ríflega meðalopna angan af sítrusávöxtum, stikilsberjum, blautu mjöli, krömdu sólberjalaufi, hvítum blómum og ögn af austurlenskum ávöxtum og aspas. Flott og ferskt. Í munni er það þurrt og sýrurikt með mjög gott jafnvægi og ferskan bragðprófíl þar sem finna má sítrónu, sti…kilsber, greipaldin, læm aspas, peru og austurlenska ávexti. Það endist vel og þótt það sé ekki flókið hefur það skýr upprunaeinkenni og framliggjandi ávöxt sem ég kann vel að meta. Hafið með allskonar bragðmeiri grænmetisréttum, krydduðum fiskréttum og asíska eldhúsinu. Verð kr. 2.499.- Mjög góð kaup.“

Gerwürztraminer er hvít þrúga, eða réttara sagt “hvítvínsþrúga” því á vínviðnum er hún rauðbleik á litinn. Það er því viðeigandi að ilmurinn af víninu ber með sér tóna af rósum og greipaldini, ásamt sætum ávaxtanótum, ekki ósvipað ástaraldini. Þekktustu Gerwürztraminer-vínin koma frá Alsace-héraði í Norð-Austur Frakklandi og njóta þau mikilla vinsælda enda hreint framúrskarandi matarvín enda bragðmikil og alkóhólrík, ásamt því að vera jafnan í þurrara lagi. Þau henta því ljómandi vel með krydduðum mat, svosem tælenskum réttum, jafnvel súrsætum kínverskum réttum. Gerwürztraminer finnst víða um heim en hvergi þykja vínin þó ná sömu hæðum og í Alsace-héraðinu franska. Þýskur Gerwürztraminer er þó engu að síður almennt hátt skrifaður enda prýðilega góður.

Hugmyndir fyrir brúðkaupið

Brúðkaupsdagurinn er einn mikilvægasti dagur í lífi fólks og má ekkert út af bregða á stóra deginum. Því er gott að vera vel undirbúin og með allt á hreinu fyrir stóra daginn. Þar má ekki gleyma fordrykknum sem á að bjóða upp á í veislunni, víninu sem á að fara með matnum og svo drykkjarvalinu eftir matinn – fyrir partýið þegar öllum formlegheitum lýkur og fólk slettir úr klaufunum í lok dagsins.

Cointreau Fizz er dæmi um kokteil sem er mjög einfaldur í gerð, það eina sem þarf er 5 cl af Cointreau, 20 cl lime safa ( ½ lime) og sódavatn og Voila! Fallegur, ferskur og frábær fordrykkur fyrir veisluna. Notaðu sköpunargleðina og tvistaðu Cointreau Fizz drykkinn þinn upp með ferskum ávöxtum eins og berjum, appelsínu eða epli. Einnig hægt að nota jurtir eða krydd, t.d. mintu, basil, rósmarín, chilli eða engifer.

Cointreau Fizz

5 cl Cointreau

½ lime (ferskur lime safi)

Sódavatn

Klakar

Fordrykkur er í boði í flestum veislum og velja margir freyðivín fram yfir kampavín þar sem verðmunur er mikill. Við tókum saman nokkrar freyðivínstegundir sem óhætt er að mæla með fyrir þína veislu. Þær má finna hér.

Freyðivín

Fyrir þau sem vilja gera eitthvað skemmtilegt með uppsetningu glasanna er hægt að búa til sinn eigin kampavínsturn, þar sem kampavínið flæðir niður eftir glasaturni. Uppsetningin er ekki svo flókin en hér eru leiðbeiningar um það hvernig skuli fara að því að mynda turninn án þess að allt hellist útum allt!

freydivinsglosturn

Vínið sem á að fara með matnum skal velja vel en aðalatriðið er þó að brúðhjónin velji vín sem þeim líkar sjálfum mjög vel við.  Þess vegna er um að gera að lesa sig til um víntegundir og jafnvel fá aðstoð frá til dæmis starfsmönnum í Vínbúðum, kaupa eina flösku af víninu áður en veislan fer fram og smakka.  Hér má finna nokkrar víntegundir sem Vínó hefur tekið saman sem væru kjörnar í brúðkaupsveisluna með matnum.

Síðast en ekki síst er það brúðkaupsbollan. Góð bolla fer vel í mannskapinn og ef það þarf að fylla á er það fljótgert og auðvelt. Auk þess er litrík bolla í stórri glerkrús stáss í veislusalnum og slík framsetning dregur að sér athygli, skapar umtal og kallar á hrós frá gestum. Hér má finna uppskriftir fyrir skrautlegar bollur.

Það sem skiptir þó mestu máli er að brúðhjónin njóti sín með drykk í hönd sem þeim þykir bestur.

Canepa Classico Carmenere 2015

Vinotek segir;

Víngerðin í Chile náði alþjóðlegri fótfestu með því að bjóða fersk og ávaxtarík vín á frábæru verði og þótt nú fari ekki síður meira fyrir dýrari Chile-vínum er enn hægt að treysta á landið í ódýrari flokkunum. Þetta Carmenere Classico frá Canepa er dökkt og ungt, heitur plómuávöxtur og krækiberjasafi, svolítið kryddað, ávöxturinn tær, mjúkur og þægilega sætur. 1.599. Mjög góð kaup á þessu verði. Hálf auka stjarna fyrir hlutfall verðs og gæða.

Adobe Sauvignon Blanc Reserva 2016


Vinotek segir;

Bodegas Emiliana, er einn stærsti framleiðandi lífrænt ræktaðra vína í heiminum, þar á meðal Adobe-línunnar, en alls ræktar vínhúsið vínvið lífrænt á tæplega þúsund hektörum.Vínið er fölgult, sætur sítrus, lime og limebörkur, þarna er líka gul melóna og ferskjur, ferskt með nokkuð sætum og mjúkum ávexti í munni. 1.999 krónur. Mjög góð kaup.

Eldgrillað nautakjöt er hið mesta lostæti og þó eldunin sé smekksatriði sem hver hagar eftir eigin höfði, þá hallast flestir að því að grilla steikina nógu lengi til að hún fái fallegar grillrendur eftir grindina og ysta lagið nái svolítilli skorpu, en um leið nógu stutt til að kjarni kjötsins sé enn rauður og seytlandi safaríkur. Nauta-ribeye er lýsandi dæmi um þetta; vel fitusprengdur biti sem helst á að bera fram medium-rare og svo ljúffengur að ekkert þarf aukreitis nema svolitla ólífuolíu, gott salt og nýmalaðan svartan pipar. Hægt er að sjá hvernig grilla á hið fullkomna ribeye hér. Með fituríku grilluðu nautakjöti mælum við með eftirfarandi rauðvínum.


Adobe Syrah Reserva 1.999 kr.

Lífrænt og ljúft rauðvín frá Chile. Fallega rúbínrautt. Þétt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Dökk ber, brómber, minta, fjólur, krydd. Sjá víndóm um vínið hér

Canepa Reserva Cabernet Sauvignon 1.999 kr.

Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, mild sýra, miðlungstannín. Dökkur ávöxtur, sólber, kirsuber, plóma, eik. Sjá víndóm um vínið hér.

 

Michel Lynch Reserve Medoc 2.499 kr.

Kirsuberjarautt. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungs tannín. Sólber, skógarber, tóbak,eik. Sjá víndóm um vínið hér

Campillo Reserva 2.499 kr.

Rúbínrautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Rauð ber, kirsuber, laufkrydd, vanilla. Sjá víndóm um vínið hér

Cune Reserva 2.999 kr.

Kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Skógarber, barkarkrydd, lyng, eik.Sjá víndóm um vínið hér

Muga Reserva 3.999 kr.

Kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Dökk skógarber, kirsuber, sveit, skógarbotn, krydd. Sjá víndóm um vínið hér

 

 

Kassavínssala eykst gjarnan á sumrin og þykir mörgum þetta þægilegar umbúðir til að ferðast með, meðfærilegar, brotna ekki og henta því vel í skottinu á leið upp í sumarbústað eða í útileiguna. Kassavín er líka umhverfisvænn valkostur, en 3 lítra kassavín jafngildir 4 flöskum (gler) af víni. Kassavín er að alla jafna ódýrari valkostur þegar horft er á lítraverðið og borið saman við sama vín í flösku. Hérna eru nokkrar kassavínstegundir í miklu uppáhaldi hjá okkur sem við mælum með fyrir bústaðinn eða útileiguna í sumar.


Adobe Reserva Organic Cabernet Sauvignon Syrah Carmenere
6.990 kr

Ný vara í Vínbúðinni. Fallega kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra og miðlungstannín. Dökk ber, plóma og laufkrydd. Yndislegt lífrænt rauðvín í kassa, frábært með grillkjötinu í sumar.


Arrow Chardonnay
4.399 kr.

Fallega sítrónugult á lit, létt meðalfylling, ósætt, mild sýra. Suðrænn ávöxtur, melóna og vanilla. Mjög gott hvítvín, æðislegt með grilluðum kjúkling eða fisk. Passar einnig vel með ostum.

 


Adobe Reserva Rose Organic
6.990 kr

Ný vara í Vínbúðinni. Fallega ljóslaxableikt á lit. Létt fylling, ósætt, mild sýra. Jarðarber. Yndislegt lífrænt rósavín í kassa, frábært í útileiguna eða bústaðinn í sumar.


Falling Feather Ruby Cabernet
5.990 kr.

Eitt vinsælasta kassavínið í Vínbúðinni um þessar mundir. Fallega rúbínrautt, létt fylling, smásætt, mild sýra og mild tannín. Skógarber, kirsuber og vanilla. Frábært rauðvín fyrir útileiguna eða bústaðinn í sumar.


Zanni Valpolicella
6.699 kr.

Frábært kassavín frá Ítalíu. Ljóskirsuberjarautt, létt fylling, ósætt, sýruríkt, mild tannín. Rauð ber og krydd. Frábært rauðvín með ítalskri matargerð og einnig frábært með saltfisk.

Nú þegar sumarið er næstum komið þarf stemningin, maturinn og drykkirnir að fylgja með. Ef svo fer að veðrið bjóði ekki upp á mikla útiveru að þá er í það minnsta hægt að gera sumarlegt innandyra. Margir íslendingar þekkja tequila vel af ferðalögum sínum um sólarstrendur en eiga misgóðar minningar af því. En það er stór munur á tequila og tequila og gott tequila er svo sannarlega gott tequila. Í þessum margarítu uppskrifum notum við Sauza tequila, fremsta tequila heims sem, sem bragðast einkar vel. Það er óhætt að mæla með fróðleikspistlinum okkar um sögu tequila og Sauza sem lesa má hér.

Magarítur eru skemmtilegar að því leyti að auðvelt er að gera sínar eigin útgáfur. Hér eru þrjár frumlegar útgáfur af margarítum sem smellpassa næst þegar halda á partý eða matarboð með mexíkósku þema. Hin klassíska Margarítu uppskrift stendur líka alltaf fyrir sínu en hana má finna hér.

Margaríta með jarðarberjum og jalapeño

 

 

 

 

 

Uppskrift:
3 cl Cointreau

3 ½ cl Sauza tequila silver

1 ½ cl sykursýróp (sykur leystur upp í heitu vatni)

2 ½ ferskur lime safi

5 fersk jarðarber

3 sneiðar jalapeño

2 msk. kóríander skorið smátt

Lime sneið

Broddkúmen

Gróft salt

 

 

 

 

 

Aðferð:

 1. Blandið ½ bolla af grófu salti með 2 matskeiðum af broddkúmeni og setjið á disk.
 2. Vætið glasabrúnina með limesneið og dýfið brúninni í broddkúmen og salt blönduna.
 3. Skerið 4 jarðarber og 3 sneiðar jalapeño. Passið að fjarlægja jalapeño fræin.
 4. Blandið saman jarðarberjum, jalapeño og kóríander í hristara og bætið við ferskum lime safa.
 5. Hellið Sauza tequila, Cointreau og sykursýrópinu í hristarann og bætið klaka útí.
 6. Hristið þar til blandan er orðin vel köld.
 7. Setjið klaka í glasið og helltu svo margarítu blöndunni í glasið.
 8. Skreytið með jarðarberi, smá kóríander og sneið af jalapeño.

Margaríta með mangó og appelsínu

 

 

 

 

Uppskrift:
3 cl Cointreau

3 ½ cl Sauza tequila silver

3 ½ cl mangó djús

2 ½ cl sykursýróp (sykur leystur upp í heitu vatni)

1 ½ appelsínu safi

Sneið af mangó

Chilli krydd

Lime sneið

 

 

 

 

 

 

 

Aðferð:

 1. Setjið smá chilli krydd á disk, vætið glasa brúnina með limesneið og dýfið brúninni í kryddið.
 2. Hellið tequila, Cointreau, sykursýrópinu, mangó-, lime-, og appelsínu safanum í hristarann ásamt klökum og hristið í ca 10 sekúndur.
 3. Setjið klaka í glasið og hellið margarítu blöndunni í glasið.
 4. Skreytið með mangó sneið.

 


Margaríta með kókós og lime

 

 

 

 

 

Uppskrift: 

1 ½ cl Cointreau

2 cl Sauza tequila silver

3 cl kókósrjómi (coconut cream)

3 cl kókósmjólk (coconut milk)

1 ½ cl ferskur lime safi

1 ½ cl sykursýróp

Möndlur

Kókósmjöl

Lime sneið

 

 

 

 

 

 

Aðferð:

 1. Setjið ca ½ bolla af kókósmjöli og ½ bolla af möndlum í blandara og myljið gróft.
 2. Setjið mylsnuna á disk, vætið glasabrúnina með limesneið og dýfið brúninni í mylsnuna.
 3. Hellið tequila, Cointreau, limesafanum, sykursýrópinu, kókós-rjómanum og mjólkinni í hristarann ásamt klökum og hristið þar til blandan er orðin vel köld.
 4. Setjið klaka í glasið og hellið margaritu blöndunni í glasið.
 5. Skreytið með lime sneið.