Þrjár frumlegar Margarítur

Nú þegar sumarið er næstum komið þarf stemningin, maturinn og drykkirnir að fylgja með. Ef svo fer að veðrið bjóði ekki upp á mikla útiveru að þá er í það minnsta hægt að gera sumarlegt innandyra. Margir íslendingar þekkja tequila vel af ferðalögum sínum um sólarstrendur en eiga misgóðar minningar af því. En það er stór munur á tequila og tequila og gott tequila er svo sannarlega gott tequila. Í þessum margarítu uppskrifum notum við Sauza tequila, fremsta tequila heims sem, sem bragðast einkar vel. Það er óhætt að mæla með fróðleikspistlinum okkar um sögu tequila og Sauza sem lesa má hér.

Magarítur eru skemmtilegar að því leyti að auðvelt er að gera sínar eigin útgáfur. Hér eru þrjár frumlegar útgáfur af margarítum sem smellpassa næst þegar halda á partý eða matarboð með mexíkósku þema. Hin klassíska Margarítu uppskrift stendur líka alltaf fyrir sínu en hana má finna hér.

Margaríta með jarðarberjum og jalapeño

 

 

 

 

 

Uppskrift:
3 cl Cointreau

3 ½ cl Sauza tequila silver

1 ½ cl sykursýróp (sykur leystur upp í heitu vatni)

2 ½ ferskur lime safi

5 fersk jarðarber

3 sneiðar jalapeño

2 msk. kóríander skorið smátt

Lime sneið

Broddkúmen

Gróft salt

 

 

 

 

 

Aðferð:

 1. Blandið ½ bolla af grófu salti með 2 matskeiðum af broddkúmeni og setjið á disk.
 2. Vætið glasabrúnina með limesneið og dýfið brúninni í broddkúmen og salt blönduna.
 3. Skerið 4 jarðarber og 3 sneiðar jalapeño. Passið að fjarlægja jalapeño fræin.
 4. Blandið saman jarðarberjum, jalapeño og kóríander í hristara og bætið við ferskum lime safa.
 5. Hellið Sauza tequila, Cointreau og sykursýrópinu í hristarann og bætið klaka útí.
 6. Hristið þar til blandan er orðin vel köld.
 7. Setjið klaka í glasið og helltu svo margarítu blöndunni í glasið.
 8. Skreytið með jarðarberi, smá kóríander og sneið af jalapeño.

Margaríta með mangó og appelsínu

 

 

 

 

Uppskrift:
3 cl Cointreau

3 ½ cl Sauza tequila silver

3 ½ cl mangó djús

2 ½ cl sykursýróp (sykur leystur upp í heitu vatni)

1 ½ appelsínu safi

Sneið af mangó

Chilli krydd

Lime sneið

 

 

 

 

 

 

 

Aðferð:

 1. Setjið smá chilli krydd á disk, vætið glasa brúnina með limesneið og dýfið brúninni í kryddið.
 2. Hellið tequila, Cointreau, sykursýrópinu, mangó-, lime-, og appelsínu safanum í hristarann ásamt klökum og hristið í ca 10 sekúndur.
 3. Setjið klaka í glasið og hellið margarítu blöndunni í glasið.
 4. Skreytið með mangó sneið.

 


Margaríta með kókós og lime

 

 

 

 

 

Uppskrift: 

1 ½ cl Cointreau

2 cl Sauza tequila silver

3 cl kókósrjómi (coconut cream)

3 cl kókósmjólk (coconut milk)

1 ½ cl ferskur lime safi

1 ½ cl sykursýróp

Möndlur

Kókósmjöl

Lime sneið

 

 

 

 

 

 

Aðferð:

 1. Setjið ca ½ bolla af kókósmjöli og ½ bolla af möndlum í blandara og myljið gróft.
 2. Setjið mylsnuna á disk, vætið glasabrúnina með limesneið og dýfið brúninni í mylsnuna.
 3. Hellið tequila, Cointreau, limesafanum, sykursýrópinu, kókós-rjómanum og mjólkinni í hristarann ásamt klökum og hristið þar til blandan er orðin vel köld.
 4. Setjið klaka í glasið og hellið margaritu blöndunni í glasið.
 5. Skreytið með lime sneið.

 

   

Share Post