Gewurztraminer

Gerwürztraminer er hvít þrúga, eða réttara sagt “hvítvínsþrúga” því á vínviðnum er hún rauðbleik á litinn. Það er því viðeigandi að ilmurinn af víninu ber með sér tóna af rósum og greipaldini, ásamt sætum ávaxtanótum, ekki ósvipað ástaraldini. Þekktustu Gerwürztraminer-vínin koma frá Alsace-héraði í Norð-Austur Frakklandi og njóta þau mikilla vinsælda enda hreint framúrskarandi matarvín enda bragðmikil og alkóhólrík, ásamt því að vera jafnan í þurrara lagi. Þau henta því ljómandi vel með krydduðum mat, svosem tælenskum réttum, jafnvel súrsætum kínverskum réttum. Gerwürztraminer finnst víða um heim en hvergi þykja vínin þó ná sömu hæðum og í Alsace-héraðinu franska. Þýskur Gerwürztraminer er þó engu að síður almennt hátt skrifaður enda prýðilega góður.

Share Post