Bestu kassavínin fyrir sumarið

Kassavínssala eykst gjarnan á sumrin og þykir mörgum þetta þægilegar umbúðir til að ferðast með, meðfærilegar, brotna ekki og henta því vel í skottinu á leið upp í sumarbústað eða í útileiguna. Kassavín er líka umhverfisvænn valkostur, en 3 lítra kassavín jafngildir 4 flöskum (gler) af víni. Kassavín er að alla jafna ódýrari valkostur þegar horft er á lítraverðið og borið saman við sama vín í flösku. Hérna eru nokkrar kassavínstegundir í miklu uppáhaldi hjá okkur sem við mælum með fyrir bústaðinn eða útileiguna í sumar.


Adobe Reserva Organic Cabernet Sauvignon Syrah Carmenere
6.990 kr

Ný vara í Vínbúðinni. Fallega kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra og miðlungstannín. Dökk ber, plóma og laufkrydd. Yndislegt lífrænt rauðvín í kassa, frábært með grillkjötinu í sumar.


Arrow Chardonnay
4.399 kr.

Fallega sítrónugult á lit, létt meðalfylling, ósætt, mild sýra. Suðrænn ávöxtur, melóna og vanilla. Mjög gott hvítvín, æðislegt með grilluðum kjúkling eða fisk. Passar einnig vel með ostum.

 


Adobe Reserva Rose Organic
6.990 kr

Ný vara í Vínbúðinni. Fallega ljóslaxableikt á lit. Létt fylling, ósætt, mild sýra. Jarðarber. Yndislegt lífrænt rósavín í kassa, frábært í útileiguna eða bústaðinn í sumar.


Falling Feather Ruby Cabernet
5.990 kr.

Eitt vinsælasta kassavínið í Vínbúðinni um þessar mundir. Fallega rúbínrautt, létt fylling, smásætt, mild sýra og mild tannín. Skógarber, kirsuber og vanilla. Frábært rauðvín fyrir útileiguna eða bústaðinn í sumar.


Zanni Valpolicella
6.699 kr.

Frábært kassavín frá Ítalíu. Ljóskirsuberjarautt, létt fylling, ósætt, sýruríkt, mild tannín. Rauð ber og krydd. Frábært rauðvín með ítalskri matargerð og einnig frábært með saltfisk.

Share Post