Solas Pinot Noir 2017

Vinotek segir;

Solas Pinot Noir er hið prýðilegasta rauðvín frá suður-franska vínhúsinu Laurent Miquel. Pinot Noir er þrúga sem maður tengir yfirleitt ekki við Languedoc-svæðið en hún unir sér ágætlega á ekrum sem eru hátt yfir sjávarmáli. Liturinn er fagurauður, í nefi rauður og þægilegur berjaávöxtur, í munni sýrumikið, létt og ferskt. Þetta er vín sem alveg má bera fram örlítið kælt, kannski vði 16-18 gráður og njóta með laxi, kjúkling eða ostum. 2.399 krónur. Mjög góð kaup. Rauðvín sem vel má bera fram með fiski, ekki síst laxi.

Share Post