Michel Lynch Bordeaux 2017

Vinotek segir;

„Michel Lynch eru vín sem framleidd eru af Cazes-fjölskyldunni sem er ein af rótgrónu vínfjölskyldunum í Bordeaux. Þekktasta vínhús þeirra er Chateau Lynch Bages á Bages-hæðinni í Pauillac sem einnig er kennt við Thomas-MIchel Lynch, sem stofnaði vínhúsið á nítjándu öld ásamt vínhúsum sem í dag eru þekkt undir nöfnunum Lynch-Moussas og Dauzac. Þetta er einfalt en mjög vel gert Bordeaux-vín, dimmrautt á lit, ungt yfirbragð, í nefinu bláber og krækiber, kryddjurtir, greninálar, mjög þurrt með ferskri sýru. 2.299 krónur. Frábær kaup. Skothelt Bordeaux-vín fyrir peninginn. Reynið með pottréttum eða andarbringum. “

Share Post