Chateau Lamothe-Vincent Héritage 2016
Víngarðurinn segir;
„Einn af fastagestunum í Víngarðinum er þetta vín hér, hið rauða Chateau Lamothe-Vincent Héritage sem hefur ár eftir ár verið eitt af betri kaupunum þegar kemur að ódýrari Bordeaux-vínum. Árgangarnir 2010 og 2014 voru hreint afbragð og þótt mér fyndist að árgangurinnn 2015 væri of sprittaður og Nýjaheims-legur þá voru þeir allir í kringum fjórar stjörnurnar. Árgangurinn 2016 er sem betur fer viðsnúningur til hinna fínlegu og hefðbundnu Bordeaux-vína og hugsanlega er þetta besti árgangurinn af þessum fjórum.
Það er blandað úr Merlot og Cabernet Sauvignon og býr yfir djúpum, plómurauðam lit og hefur dæmigerðan Bordeaux-ilm þar sem finna má krækiber, sólber, kaffi, bláberjasultu, vanillukennda eikartóna, rykug steinefni og plástur. Það er svo ríflega meðalbragðmikið, þurrt og sýruríkt með nokkuð áberandi og þétt tannín sem þó eru fínkornótt. Keimurinn minnir á krækiber, brómber, sólber, plómur, kaffi, brenndan sykur, steinefni og vanillu. Upprunalegt, ljúffengt og aðgengilegt Bordeaux-vín þótt það sé auðvitað ekki neitt gríðarlega persónulegt. Klassískt að hafa það með lambi, það klikkar ekki. Verð kr. 2.499.- Frábær kaup. “