Quinta do Crasto Tinta Roriz 2015

Vinotek segir;

„Quinta do Crasto er eitt af bestu vínhúsum Douro-dalsins í Portúgal. Það á sér langa sögu en hefur undanfarna þrjá áratugi verið í eigu Roquette-fjölskyldunnar sem hefur auk portvína lagt áherslu á framleiðslu á frábærum borðvínum. Tinta Roriz er eitt af toppvínum hússins og nafnið er portúgalska heitið á þrúgunni sem flestir þekkja líklega undir spænska heitinu Tempranillo og er meginþrúga t.d. Rioja og Ribera del Duero.

Þetta er mikið vín, liturinn djúpur, svarfjólublár. Ávöxturinn er ekki síður dökkur, krækiber, sólber, sultaður, kryddaður og heitur. Vínið er samþjappað og kröftugt, eikin framarlega, sæt vanilla, það er tannískt en tannín eru mjúk, vínið feitt og þykkt, sýrumikið og ferskt. Vín sem á geyma, hiklaust að umhella.

5.999 krónur. Geggjað vín. Með vel hanginni nautasteik, villibráð eða bragðmiklum, hægelduðum réttum á borð við Osso Buco. “

 

Share Post